Forgangsröðun í starfi markaðsstofunnar
KYNNINGAR- OG VINNUFUNDUR
Stjórn markaðsstofunnar vann að stefnu til næstu fimm ára á vormánuðum. Aðildarfyrirtækjum er nú boðið til fundar þar sem markmiðið er að kynna og ræða stefnuna og fá sjónarmið, álit og tillögur um forgangsröðun í starfinu frá fulltrúum aðildarfyrirtækja.
Kynningar- og vinnufundurinn er mikilvægur liður í skipulagningu starfsins hjá MSH á komandi misserum og hvetjum við því sem flesta til að mæta.
Fundarstjóri: Kristinn Hjálmarsson, eigandi Nótera
Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar
Hvenær: Mið. 1. september kl. 9:00-10:30
Hvar: Kænan (hliðarsalur), Óseyrarbraut 2
Skráning: Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig fyrir þann 30. ágúst og fá þá send nokkur gögn fyrir fundinn