Á döfinni
Það er með tilhlökkun og ánægju sem við kynnum dagskrá haustsins og vonum að sem flestir taki þátt í starfinu.
Við ríðum á vaðið með kynningar- og vinnufund í tengslum við stefnu markaðsstofunnar i framtíðinni. Þá verða tvö námskeið haldin af hafnfirsku fræðslufyrirtækjunum Starfleikni og Saga Story House. Þrjár fyrirtækjaheimsóknir eru á döfinni þar sem gestgjafar segja frá sinni starfsemi. Mánaðarlegt einyrkjakaffi er þá á sínum stað.
Námskeiðin og fyrirtækjaheimsóknirnar eru fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja og þeim að kostnaðarlausu. Aðrir viðburðir eru öllum opnir.
Skráning og fyrirvari
Mikilvægt er að skrá sig á námskeið og í fyrirtækjaheimsóknirnar með því að senda póst á msh@msh.is. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar sökum sóttvarnalaga.
Nánar um námskeiðin hér að neðan.
Hægt er að skrá fyrirtæki í markaðsstofuna með því að smella hér
FORGANGSRÖÐUN Í STARFI MARKAÐSSTOFUNNAR
kynningar- og vinnufundur
Stjórn markaðsstofunnar vann að stefnu til næstu fimm ára á vormánuðum. Aðildarfyrirtækjum er nú boðið til fundar þar sem markmiðið er að kynna og ræða stefnuna og fá sjónarmið, álit og tillögur um forgangsröðun í starfinu frá fulltrúum aðildarfyrirtækja.
Kynningar- og vinnufundurinn er mikilvægur liður í skipulagningu starfsins hjá MSH á komandi misserum og hvetjum við því sem flesta til að mæta.
Hver
Fundarstjóri verður Kristinn Hjálmarsson, eigandi Nótera
Hvenær og hvar
Miðvikudaginn 1. september kl. 9:00-10:30 á Kænunni.
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 30. ágúst
******
HEFUR VIÐSKIPTAVINURINN ALLTAF RÉTT FYRIR SÉR? (NÝ DAGSETNING)
Flestir þekkja frasann um að viðskiptavinurinn hafi alltaf rétt fyrir sér. En er það rétt?
Á þessum fyrirlestri veltum við þessu fyrir okkur og pælum í ýmsum aðferðum til að auðvelda okkur að eiga þægilegri og árangursríkari samskipti við krefjandi viðskiptavini.
Hver
Steinunn Stefánsdóttir hjá Starfsleikni, sem er lítið hafnfirskt fræðslufyrirtæki á sviði vinnusálfræði, lífsstíls og starfsleikni.
Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 19. október kl. 9:00-10:30 í á Kænunni.
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 15. október
******
NÆRING Í STARFI
- hvernig verjum við starfsorkuna á krefjandi tímum
Nýjar og fjölbreyttar áskoranir hafa mætt heimilum, atvinnulífi og samfélögum síðast liðna mánuði. Vinnustofa sem fjallar um skapandi og nærandi leiðir til að hlúa að starfsorku og verjast neikvæðum áhrifum álags á tímum áskorana.
Hver
Guðbjörg Björnsdóttir, iðjuþjálfi og Ingibjörg Valgeirsdóttir, MBA, BA uppeldis- og menntunarfræði/fjölmiðlafræði. Þær eru eigendur hafnfirska fræðslufyrirtækisins Saga – Story House og hafa áralanga reynslu af stjórnun, þjálfun og fjölbreyttu meðferðarstarfi.
Hvenær og hvar
Fimmtudaginn 4. nóvember kl. 9:00-10:30 í húsnæði Saga – Story House að Flatahrauni 3, 2. hæð.
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 1. nóvember