Góðar umræður á morgunfundi
Á morgunfundi okkar síðastliðinn miðvikudag þar sem umræðuefnið var forgangsröðun í starfi markaðsstofunnar næstu árin sköpuðust góðar og gagnlegar umræður.
Á vormánuðum vann stjórn markaðsstofunnar að stefnu til næstu fimm ára og vildi kynna hana og fá sjónarmið, álit og tillögur frá fulltrúum aðildarfyrirtækja. Á fundinum var því meðal annars rætt um nýtt tekjumódel, hvernig hægt sé að gera samleik stofunnar og bæjarins skýrari, hvernig megi flóðlýsa markaðsstofuna enn betur, skapa tekjumyndandi þjónustuþætti sem og innihaldsríkt samstarf.
Við þökkum öllum sem mættu fyrir þeirra framlag. Fundarstjóri var Kristinn Hjálmarsson sem leiddi vinnuna með stjórninni í vor. Fundurinn var haldinn í hliðarsal Kænunnar og boðið upp á kaffi og með því.