Undirbúningur fyrir fund í bæjarráði

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi þann 9. september síðastliðinn.

Á fundinum var aðallega rætt um áætlaðan fund okkar hjá bæjarráði þann 23. september næstkomandi þar sem ákveðið var að leggja áherslu á á framtíð markaðsstofunnar til næstu fimm ára. Þá sköpuðust góðar umræður um hlutverk og stefnu markaðsstofunnar.

Stjórnarmenn lýstu yfir ánægju með morgunfund okkar, í síðustu viku á Kænunni, með fulltrúum aðildarfyrirtækja um forgangsröðun í starfi markaðsstofunnar næstu árin. Afar mikilvægt að heyra álit og skoðanir þeirra sem mættu.

Á fundinum var jafnframt rætt um hvort og hvernig markaðsstofan geti komið að innflytjendamálum, ef til vill aðstoðað fólk varðandi hugsanlegan fyrirtækjarekstur.

Previous
Previous

Einyrkjakaffi

Next
Next

Heimsókn í Íshúsið