Markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð

Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að fara í heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð og mun Markaðsstofan leiða þá vinnu. Það má í raun segja að frá stofnun stofunnar hafi verið talað fyrir því innan Markaðsstofunnar að mikilvægt væri að farið yrði í slíka vinnu.

Nú er þetta að verða að veruleika og formleg leit að samstarfsaðila um verkið er hafinn. Við bindum miklar vonir við þetta verkefni og teljum að það komi til með að efla Hafnarfjörð enn frekar. Við munum leita til ykkar í þessari vegferð til að fá ykkar innsýn og þekkingu inn í þetta því hún er mikilvæg.

Ítarefni eða fylgigögn sem vísað er í í auglýsingunni er að finna hér

Markaðsstefnumótun-09-03-2018.jpg

Næsti Fyrirtækjahittingur 8. mars St. Jó

St. Jósefsspítala - lífsgæðasetur kynning á niðurstöðum og næstu skrefum.

Fyrirtækjahittingur MsH þar sem fyrirtækin í bænum koma saman, mingla og fræðast.
Á næsta hittinginn sem verður fimmtudaginn 8. mars kl.16.30 í Hafnarborg kemur Karl Guðmundsson, sem sat í starfshóp um mótun framtíðarstefnu um notkun St. Jósefsspítala, og kynnir niðurstöðu starfshóps um framtíðarnýtingu St. Jósefsspítala og næstu skref. 

Bæjarbíó handhafi Hvatningarverðlauna MsH

Árleg Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar (MsH) voru veitt í annað sinn sinn þann 25. janúar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg um 70 manns mættu til að fylgjast með athöfninni.

Hvatningarverðlaun MsH komu í hlut Bæjarbíós og rekstraraðila þess þeim Páli Eyjólfssyni og Pétri Stephensen. Verðalaunin fengu þeir fyrir að hafa lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og eru verðlaunin þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Bæjarbíó hefur boðið upp á framúrskarandi fjölbreytileiki í tónleikahaldi og viðburðum en um 100 viðburðir og tónleikar voru haldnir í Bæjarbíói á síðasta ári. Bæjarbíó laðar að miðbænum gesti alls staðar að og gæðir bæinn lífi. Innkoman Bæjarbíós hefur verið mikil lyftistöng fyrir Hafnarfjörð og margfeldi áhrifin hafa haft jákvæð afleiðandi áhrif fyrir fyrirtækin í bænum.

Auk þess var komið á fót í Bæjarbíói nýrri árlegri þriggja daga tónlistar-og bæjarhátíð „Hjarta Hafnarfjarðar“. Þar sem boðið var upp á stórskotalið íslenskrar tónlistar sem gestir hátíðarinnar kunnu sannarlega vel að meta. Það er því óhætt að segja að þeir Páll og Pétur hafi komið inn með krafti og gleði á árinu 2017 og eru vel að verðlaununum komnir.
Bæjarbíó handhafi Hvatningarverðlauna MsH

Veittar voru tvær viðurkennaringar

Ingvar Guðmundsson eigandi Dyr ehf var veitt viðurkenning fyrir að hafa verið í fararbroddi og stuðlað að skemmtilegri uppbyggingu að Strandgötu 75. Það hefur hann gert með vali sínu á þeim fyrirtækjum sem fengið hafa inni í húsnæðinu og þannig stuðlað að afar blómlegri starfsemi í húsinu, og sýnt fram á hverju hægt er að áorka með því að bjóða upp á fjölbreytt framboð verslunar og þjónustu, sem kallar fram líflegt mannlíf og menningarstarfsemi og laðað þannig að bæði íbúa og gesti. Viðurkenningin er þakklætisvottur Markaðsstofunnar til Ingvars fyrir að hafa breytt bæjarmyndinni til hins betra og fyrir að taka samfélagslega ábyrgð og ákveða hvers konar fyrirtæki/starfssemi eiga að vera í sínu atvinnuhúsnæði og stuðla þannig að bættum bæjarbrag.

Systrum Guðrúnu og Sjöfn Sæmundsdætrum í Dalakofanum var einnig veitt viðurkenningu fyrir þrautseigju, einurð og fyrir að hafa staðið vaktina allan þennan tíma en fyrirtækið var stofnað árið 1975. Þær systur eru einstakir gleðigjafar og setja svip sinn á mannlífið í miðbænum. Við erum svo heppin hér í Hafnarfirði að eiga fjölmörg fyrirtæki eins og Dalakofan sem eiga sér langa sögu og hafa staðið vaktina á öllum tímum fyrir okkur Hafnfirðinga og það ber að þakka.

Tilnefningar farnar að berast

Þetta er í annað sinn sem Markaðsstofa Hafnarfjarðar veitir Hvatningarverðlaun MsH. Í fyrra var það Íshús Hafnarfjarðar sem hlaut verðlaunin en auk þess fengu Annríki – þjóðbúningar og skart og VON mathús & bar viðurkenningu.

Verðlaunin eru veitt fyrirtæki, félag eða einstakling fyrir að hafa lyft bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og eru verðlaunin þakklætisvottur Markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Það eru aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar sem tilnefna en stjórn Markaðsstofunnar vinnur úr tilnefningum. Hvatningarverðlaun MsH verða svo veitt við hátíðlega athöfn síðar í mánuðinum.

Bjóðum Málsteypuna Hellu velkomna um borð!

Bjóðum nýjasta aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar Málmsteypuna Hellu velkomið um borð. Hella er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af öðrum og þriðja ættlið. Fyrirtækið hefur frá upphafi sérhæft sig í steypu á hlutum steyptum úr áli og kopar.

Ein af þeirra flottu vörum pönnukökupannan var til umfjöllunar í Landanum hér um árið skemmtilegt að fræðast um handtökin að baki þeirrar góðu pönnukökupönnu.

Hlökkum til samstarfsins Hella!

Jólafyrirtækjahittingur MsH

Markaðsstofan hefur staðið fyrir Fyrirtækjahitting fyrir fyrirtækin í bænum þar sem boðið hefur verið upp á fræðsælu og léttar veitingar og nú er komið að Jólafyrirtækjahitting Markaðsstofunnar.

Fyrirtækjaheimsóknirnar eru kjörið tækifæri fyrir fyrirtækin í bænum til að efla og styrkja tengslanetið og kynnast öðrum fyrirtækjaeigendum. Við erum sterkari saman. Fræðsla um hvernig við sköpum sterka liðsheild og fáum alla til að stefna að sama marki. Léttar veitingar og migl í boði. Hvetjum alla sem eru í fyrirtækjarekstri í bænum að kíkja við.

Jólafyrirtækjahittingur Markaðsstofu Hafnarfjarðar111.png

Samstarfssamningar vegna menningar- og viðburðahalds

Markaðsstofan hefur sent menningar- og ferðamálanefnd, með afriti til bæjarstjóra og bæjarstjórnar, eftirfarandi erindi. 

Efni:  Samstarfssamningar vegna menningar- og viðburðahalds.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar hvetur Hafnarfjarðarbæ til að endurskoða þær styrkveitingar til menningar- og viðburðahalds í bænum m.t.t aukins fjármagns og efla þannig  og um leið styðja við þá aðila sem vinna óeigingjarnt starf við að bæta og hlúa að menningarlífi í bænum. Lagt er til að teknir verði upp samstarfssamningar til allt að þriggja ára og að úthlutun styrkja verði færð framar í tíma og liggi fyrir í byrjun árs.

Samstarfssamningar styðja að og stuðla að öflugu viðburðahaldi í bænum. Auk þess sem þeir gera þeim aðilum sem að viðburðunum í bænum standa kleift að skipuleggja sig betur og sjá fram í tímann þannig að ekki ríki óvissa fram á síðustu stundu hvort af viðburðinum geti orðið. Fjárhagslegt öryggi viðburðarins er grundvöllur til þess að geta skipulagt fram í tímann. Samstarfssamningar til lengri tíma myndu gjörbreyta öllu undirbúningsferlinu fyrir þá aðila sem hyggjast standa vörð um menningar- og viðburðar hald í bænum.

Slíkir samstarfssamninga hafa verið í gildi hjá Reykjavíkurborg og því þarf ekki að finna upp hjólið í þeim efnum heldur er hægt að taka það besta þaðan og nýta. Þess má geta að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar er nú með 32 langtímasamninga í gildi. Verklag þeirra byggir m.a. á styrkjahandbók um meðferð, afgreiðslu og eftirfylgni styrkja, samstarfs- og þjónustusamninga sem Reykjavíkurborg gefur út, auk þess sem ráðið setur sér árlegar verklagsreglur um úthlutun styrkja og samstarfssamninga þar sem m.a. eru tilgreindar sérstakar áherslur ráðsins í styrkveitingum komandi árs.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélaga eins og Hafnarfjörð að bjóða upp á öflugt menningarlíf þ.m.t viðburði.

MsH telur að ef vel er stutt við menningu og viðburði í bæjarfélaginu styrki það og bæti bæjarbraginn og efli ímynd bæjarfélagsins í hugum íbúa, væntanlegra íbúa og gesta. Auk þess sem áhugi fyrirtækja á sveitarfélaginu eykst ef hér er rekin öflug menningar- og viðburðastefna sem laðar að fólk úr öllum áttum.

Göngu- og hjólastígar á Vellina

Markaðsstofan hefur sent umhverfis- og framkvæmdaráði, með afriti til bæjarstjóra og bæjarstjórnar, eftirfarandi erindi. 

Efni:  Göngu- og hjólastígar á Vellina.

Vallarhverfið eru það hverfi í Hafnarfirði þar sem uppbygging hefur verið hve mest undanfarin ár. Fyrirtæki eru mörg á svæðinu sem og íbúðarhúsnæði. Unnið hefur verið að því að byggja upp og bæta vegakerfið og brátt líta dagsins ljós ný gatnamót sem beðið hefur verið eftir við Krísuvíkurveg.

Fyrirtækjahverfið, ef svo má segja, hefur verið að breytast og þar er nú að finna fjölbreyttari starfsemi og þjónustu til að mynda hefur Apótek Hafnarfjarðar nýlega fært starfsemi sína að Selhellu, en var áður til húsa að Tjarnarvöllum.

Í dag er það svo að ekki er hægt að komast gangandi, með barnavagn eða hjólandi nema að vera úti á götu þar sem engir göngu- eða hjólastígar eru í þessum hluta hverfisins og hafa fyrirtæki kvartað mjög yfir þessu.

MsH telur afar brýnt að Hafnarfjarðarbær bregðist skjótt við og geri göngu- og hjólreiðastíga á svæðinu. Skapi þar með umhverfi sem hvetur íbúa og starfsmenn fyrirtækja til að nýta sér holla og heilnæma hreyfingu í takt við núgildandi stefnu um heilsueflandi samfélag. Svo ekki sé minnst á að tryggja þarf umferðaröryggi gangandi- og hjólandi vegfaranda á svæðinu.

Oft á tíðum eru göngu- og hjólastígar byggðir sem útivistarstígar og uppfylla þá ekki viðmið um greiðar og öruggar samgöngur.  Ljóst er að þeim fer fjölgandi sem kjósa að nýta möguleikana sem felast í því að ferðast öruggir í og úr vinnu á göngu- eða hjólastígum.

MsH telur að með tilkomu öruggs og umhverfisvænna göngu- og hjólastíga verði það einnig hvatning fyrir íbúa á Völlum og aðra bæjarbúa að nýta sér þessa leið til að auka og bæta við lífsgæði sín.

Í heilsueflandi samfélagi á það að vera partur af skipulaginu að bjóða upp á og hvetja til fjölbreyttari samgöngumáta en einkabílinn. Markaðsstofan skorar á Hafnarfjarðarbæ að í framtíðinni sé það svo að þegar ný fyrirtækjahverfi séu byggð að göngu- og hjólastígar séu gerðir samhliða, það styrkir innviði hverfisins og eykur fýsileika fyrirtækja til að byggja upp og reka fyrirtæki í Hafnarfirði.